Myndaði miðbæinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. október 2013 11:00 Annetta segist hafa tekið þá ákvörðun að gefa bókina út sjálf til að fylgja henni alla leið. Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir fjórum árum,“ segir Annetta. „Þá var ég atvinnulaus í miðri kreppunni, oft á rölti um bæinn og fór að velta fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir. Í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og uppgötvaði þá hversu mörg grafísk smáatriði leynast allt um kring. Þegar þú ert á rölti niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn tekurðu ekkert endilega eftir hurðarhúnum, hurðum, grafískum skreytingum eða skiltum, svo ég tali nú ekki um stytturnar.“ Annetta segist vera ánægð með hversu vel myndirnar í bókinni endurspegli breytingarnar í miðbænum á þessum fjórum árum. „Bærinn er svo fljótur að breytast,“ segir hún. „Þannig að bókin er heimildarverk í leiðinni. Langflestar myndirnar eru teknar í hundrað og einum, en það eru nokkrar teknar utan hans eins og fólk sér ef það rýnir vel í bókina. Myndunum er ekki skipt niður í kafla eftir viðfangsefnum þannig að þú veist aldrei hvað bíður þín á næstu síðu, bara eins og þegar þú ert á röltinu.“Gluggaskreytingar búðanna við Laugaveginn eru með ýmsu móti.Annetta er grafískur hönnuður en hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun, tók til að mynda kúrsa í henni samhliða hönnunarnáminu. Hún gefur bókina út sjálf, segir hana hafa verið sér svo mikið hjartans mál að hún hafi viljað fylgja henni alla leið. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir hún. „Ég fékk svo góð viðbrögð við þessum myndum frá þeim sem ég sýndi bókina að ég ákvað að láta slag standa og gefa hana bara út alveg eftir mínu höfði.“ Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir fjórum árum,“ segir Annetta. „Þá var ég atvinnulaus í miðri kreppunni, oft á rölti um bæinn og fór að velta fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir. Í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og uppgötvaði þá hversu mörg grafísk smáatriði leynast allt um kring. Þegar þú ert á rölti niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn tekurðu ekkert endilega eftir hurðarhúnum, hurðum, grafískum skreytingum eða skiltum, svo ég tali nú ekki um stytturnar.“ Annetta segist vera ánægð með hversu vel myndirnar í bókinni endurspegli breytingarnar í miðbænum á þessum fjórum árum. „Bærinn er svo fljótur að breytast,“ segir hún. „Þannig að bókin er heimildarverk í leiðinni. Langflestar myndirnar eru teknar í hundrað og einum, en það eru nokkrar teknar utan hans eins og fólk sér ef það rýnir vel í bókina. Myndunum er ekki skipt niður í kafla eftir viðfangsefnum þannig að þú veist aldrei hvað bíður þín á næstu síðu, bara eins og þegar þú ert á röltinu.“Gluggaskreytingar búðanna við Laugaveginn eru með ýmsu móti.Annetta er grafískur hönnuður en hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun, tók til að mynda kúrsa í henni samhliða hönnunarnáminu. Hún gefur bókina út sjálf, segir hana hafa verið sér svo mikið hjartans mál að hún hafi viljað fylgja henni alla leið. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir hún. „Ég fékk svo góð viðbrögð við þessum myndum frá þeim sem ég sýndi bókina að ég ákvað að láta slag standa og gefa hana bara út alveg eftir mínu höfði.“
Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira