Útlitið er bjart hjá Ásgeiri Trausta Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:15 María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira