Sigga sýnir líffæri í Svíþjóð Sara McMahon skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Sigríður Heimisdóttir sýnir glerlíffæri sín í einu helsta hönnunargalleríinu í Svíþjóð. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég hef tekið þátt í samsýningum bæði í Stokkhólmi og annars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Svíþjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opnaði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem glerlíffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváðum við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risavaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líffæri í lit,“ útskýrir hún.Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýningarinnar í gær. „Helstu glerhönnuðir Svía mættu sem og menningarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartímaritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heimsálfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira