Uppselt á sjö mínútum Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 08:00 Stefán Hilmarsson „Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira