Silja þýðir Munro Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 13:00 Silja Aðalsteinsdóttir „Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira