Vill nálgast landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2013 06:30 Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, semur við Celtic í vikunni. Mynd/Daníel Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira