Jólaandann er ekki hægt að kaupa Sólveig Gísladóttir skrifar 3. desember 2013 13:00 Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur gefur góð ráð. Best er að byrja snemma að skipuleggja, stilla væntingum í hóf og gera ekki óhóflegar kröfur á sjálfan sig og aðra til að jólahátíðin verði sem best heppnuð að sögn Kristbjargar Þórisdóttur, sálfræðings hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Kristbjörg er sjálf mikið jólabarn og á afar góðar minningar frá sínum æskujólum. „Það sem ég man helst eftir eru ákveðin augnablik. Í mínum huga snúast jólin um fólkið í kringum mig, að minnast látinna ástvina og senda jólakort til fólks sem hefur fylgt mér með einum eða öðrum hætti á árinu og sýna þannig þakklæti,“ segir Kristbjörg, sem hugsar hlýlega til jólahefða fjölskyldunnar. „Við fórum alltaf austur að leiði afa og ömmu á aðfangadag sem var yndisleg stund. Þá var ógleymanlegt augnablikið þegar maður kom heim og fann matarilminn taka á móti sér,“ rifjar hún upp og bætir við að löng spilakvöld og göngutúrar með hundana standi einnig upp úr. Allt hlutir sem ekki kosti krónu. Kristbjörg segist enn halda í sumar jólahefðir æskunnar eins og að fara austur. „Þegar við pabbi höfum farið rúntinn og lagt ljós á leiði ástvina þá koma jólin hjá mér.“ Kristbjörg segir mikilvægt fyrir fólk að rifja upp hverjar eru bestu jólaminningar þess úr æsku þegar það ákveður hvers konar jól það vill halda. „Þá væri einnig hægt að velta fyrir sér þessari spurningu: „Hvað myndi ég gera ef þetta væru síðustu jólin mín?“ Hún segir margt sem fólk gerir í aðdraganda jóla geta aukið á streitu og dregið úr líkum á vel heppnaðri hátíð. Hún gefur hér nokkur ráð til að auka líkurnar á ánægjulegu jólahaldi:Forðastu að gera þér óraunhæfar væntingar. Til dæmis varðandi matinn, eigin líðan, útlit, gjafir, hvernig aðrir og þú sjálfur átt að vera. Dragðu úr væntingunum og leyfðu jólunum að koma.Vertu raunsær. Við höfum ekki tíma til að gera allt og ekki peninga til að framkvæma og kaupa allt sem okkur langar til.Forðastu að gera smámuni að aðalatriðum jólanna. Ekki örvænta þótt þú þurfir að sleppa jólakortunum eitt árið eða ef gólfin voru ekki bónuð.Byrjaðu snemma að undirbúa jólin. Jólaundirbúningur sem hefst 22. desember veldur óhjákvæmilega streitu og uppnámi.Skrifaðu lista yfir allt sem þú vilt gera fyrir jólin og byrjaðu strax á því að strika helminginn út. Flokkaðu úr það sem skiptir mestu máli.Finndu hvað jólin eru fyrir þér, hvaða þýðingu þau hafa og hvaða minningar eru þér kærastar frá jólum.Forðastu að láta auglýsingar segja þér hvað þurfi til að halda hin fullkomnu jól. Rándýrir tónleikar eða dýrar gjafir eru ekki kjarni hins sanna jólaanda.Pör geta haft mismunandi hugmyndir um jólahald. Gerið málamiðlanir og blandið saman jólahefðum úr báðum áttum.Jólin geta verið mörgum erfiður tími. Þeim sem líður illa líður oft enn verr á jólum. Jólin eru tími til að huga að náunganum og gefa af okkur til þeirra sem eru ekki eins lukkulegir.Hugaðu vel að börnunum og búum til góðar minningar fyrir þau. Erfitt er fyrir jólaandann að birtast þegar andrúmsloftið er þrúgað af streitu og kvíða yfir væntingum sem ekki er hægt að uppfylla. Notaðu tímann í desember til að líta yfir farinn veg og fram á veginn. Ákveddu hvaða reynslu og minningar þú vilt taka með þér inn í nýtt ár og hvernig þú vilt breyta til betri vegar.Njóttu augnabliksins og mundu að það þarf lítið til að mynda jólastemningu. Kveiktu á kerti, bakaðu eina sort, hitaðu kakó og spilaðu huggulega tónlist. Mundu að klisjan um að hugurinn skipti mestu máli þegar gefnar eru gjafir, stendur alltaf fyrir sínu. Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Álfadrottning í álögum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól
Best er að byrja snemma að skipuleggja, stilla væntingum í hóf og gera ekki óhóflegar kröfur á sjálfan sig og aðra til að jólahátíðin verði sem best heppnuð að sögn Kristbjargar Þórisdóttur, sálfræðings hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Kristbjörg er sjálf mikið jólabarn og á afar góðar minningar frá sínum æskujólum. „Það sem ég man helst eftir eru ákveðin augnablik. Í mínum huga snúast jólin um fólkið í kringum mig, að minnast látinna ástvina og senda jólakort til fólks sem hefur fylgt mér með einum eða öðrum hætti á árinu og sýna þannig þakklæti,“ segir Kristbjörg, sem hugsar hlýlega til jólahefða fjölskyldunnar. „Við fórum alltaf austur að leiði afa og ömmu á aðfangadag sem var yndisleg stund. Þá var ógleymanlegt augnablikið þegar maður kom heim og fann matarilminn taka á móti sér,“ rifjar hún upp og bætir við að löng spilakvöld og göngutúrar með hundana standi einnig upp úr. Allt hlutir sem ekki kosti krónu. Kristbjörg segist enn halda í sumar jólahefðir æskunnar eins og að fara austur. „Þegar við pabbi höfum farið rúntinn og lagt ljós á leiði ástvina þá koma jólin hjá mér.“ Kristbjörg segir mikilvægt fyrir fólk að rifja upp hverjar eru bestu jólaminningar þess úr æsku þegar það ákveður hvers konar jól það vill halda. „Þá væri einnig hægt að velta fyrir sér þessari spurningu: „Hvað myndi ég gera ef þetta væru síðustu jólin mín?“ Hún segir margt sem fólk gerir í aðdraganda jóla geta aukið á streitu og dregið úr líkum á vel heppnaðri hátíð. Hún gefur hér nokkur ráð til að auka líkurnar á ánægjulegu jólahaldi:Forðastu að gera þér óraunhæfar væntingar. Til dæmis varðandi matinn, eigin líðan, útlit, gjafir, hvernig aðrir og þú sjálfur átt að vera. Dragðu úr væntingunum og leyfðu jólunum að koma.Vertu raunsær. Við höfum ekki tíma til að gera allt og ekki peninga til að framkvæma og kaupa allt sem okkur langar til.Forðastu að gera smámuni að aðalatriðum jólanna. Ekki örvænta þótt þú þurfir að sleppa jólakortunum eitt árið eða ef gólfin voru ekki bónuð.Byrjaðu snemma að undirbúa jólin. Jólaundirbúningur sem hefst 22. desember veldur óhjákvæmilega streitu og uppnámi.Skrifaðu lista yfir allt sem þú vilt gera fyrir jólin og byrjaðu strax á því að strika helminginn út. Flokkaðu úr það sem skiptir mestu máli.Finndu hvað jólin eru fyrir þér, hvaða þýðingu þau hafa og hvaða minningar eru þér kærastar frá jólum.Forðastu að láta auglýsingar segja þér hvað þurfi til að halda hin fullkomnu jól. Rándýrir tónleikar eða dýrar gjafir eru ekki kjarni hins sanna jólaanda.Pör geta haft mismunandi hugmyndir um jólahald. Gerið málamiðlanir og blandið saman jólahefðum úr báðum áttum.Jólin geta verið mörgum erfiður tími. Þeim sem líður illa líður oft enn verr á jólum. Jólin eru tími til að huga að náunganum og gefa af okkur til þeirra sem eru ekki eins lukkulegir.Hugaðu vel að börnunum og búum til góðar minningar fyrir þau. Erfitt er fyrir jólaandann að birtast þegar andrúmsloftið er þrúgað af streitu og kvíða yfir væntingum sem ekki er hægt að uppfylla. Notaðu tímann í desember til að líta yfir farinn veg og fram á veginn. Ákveddu hvaða reynslu og minningar þú vilt taka með þér inn í nýtt ár og hvernig þú vilt breyta til betri vegar.Njóttu augnabliksins og mundu að það þarf lítið til að mynda jólastemningu. Kveiktu á kerti, bakaðu eina sort, hitaðu kakó og spilaðu huggulega tónlist. Mundu að klisjan um að hugurinn skipti mestu máli þegar gefnar eru gjafir, stendur alltaf fyrir sínu.
Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Álfadrottning í álögum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól