Vanillurjómaís tengdó Sólveig Gísladóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 Kristín Eva býr ávallt til vanillurjómaís til að hafa á aðfangadag og blandar í hann dökku súkkulaði og jarðarberjum. Mynd/Arnþór Kristín Eva Þórhallsdóttir gefur hér uppskrift að uppáhaldsísnum sínum.„Ég geri alltaf rosalegar áætlanir hvert ár og ætla mér að vera búin að öllu í byrjun desember. Áður en ég veit af er Þorláksmessa gengin í garð og ég sit og skrifa jólakortin eða stend í þrifum fram á kvöld,“ segir Kristín Eva glaðlega en bætir við að oft þjáist hún af jólasamviskubiti. „Eitt árið reyndi ég til dæmis að bæta fyrir lélega frammistöðu í jólakortum tveimur dögum fyrir jól með því að teikna mynd af okkur fjölskyldunni í hvert einasta kort, því að sjálfsögðu var enginn tími til að redda ljósmyndum. Að því loknu tók ég svo svakalega vel til að þessi fínu jólakort týndust en fundust svo tveimur árum seinna í bréfpoka í geymslunni,“ segir hún hlær. Sem barn segist Kristín Eva ekki hafa þolað nein frávik frá jólahefðum. „Perutertan hennar mömmu var til dæmis órjúfanlegur hluti af aðfangadagskvöldi. Á hverjum einasta jóladagsmorgni vaknaði ég fyrst af öllum til að njóta þessa eina dags ársins sem ég gat borðað perutertu í morgunmat. Svo fór ég upp í rúm og las teiknimyndasögur,“ segir Kristín Eva, sem þó hefur ekki tekið upp perutertuhefðina eftir mömmu sinni. „Hún rammar inn minningu mína um hin fullkomnu jól sem ég átti þegar ég var barn og ég vil ekki hrófla við henni.“ Þess í stað býr Kristín Eva til jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. „Ísinn smakkaði ég fyrst hjá tengdamömmu minni og hann varð samstundis uppáhaldsísinn minn. Það er ekkert mál að búa hann til og hann slær alltaf í gegn. Nú er hann í uppáhaldi hjá dóttur minni sem getur ekki hugsað sér jólin án hans.“Vanillurjómaísinn er ómissandi á heimili Kristínar Evu.Mynd/ArnþórVanillurjómaís 5 egg ½ lítri rjómi 70-125 g flórsykur 2 vanillustangirÞeytið eggjarauður og sykur saman uns þykk og þétt froða myndast. Þá eru vanillustangirnar klofnar og vanillan skafin úr lengjunum og blandað saman við. Þeytið eggjahvítur. Þeytið rjómann (ekki ofþeyta því ísinn verður smjörkenndur ef rjóminn er stífþeyttur). Blandið rjóma og eggjahræru varlega saman með því að nota sleikjuna. Að lokum er eggjahvítum blandað varlega saman við og hellt í form.Hægt er að blanda súkkulaði eða berjum saman við eða hverju sem er. Kristínu Evu finnst gott að setja litla bita af dökku súkkulaði og jarðarberjum. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Jóla-aspassúpa Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Niður með jólaljósin Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Rokkurinn suðar Jól Frá ljósanna hásal Jól
Kristín Eva Þórhallsdóttir gefur hér uppskrift að uppáhaldsísnum sínum.„Ég geri alltaf rosalegar áætlanir hvert ár og ætla mér að vera búin að öllu í byrjun desember. Áður en ég veit af er Þorláksmessa gengin í garð og ég sit og skrifa jólakortin eða stend í þrifum fram á kvöld,“ segir Kristín Eva glaðlega en bætir við að oft þjáist hún af jólasamviskubiti. „Eitt árið reyndi ég til dæmis að bæta fyrir lélega frammistöðu í jólakortum tveimur dögum fyrir jól með því að teikna mynd af okkur fjölskyldunni í hvert einasta kort, því að sjálfsögðu var enginn tími til að redda ljósmyndum. Að því loknu tók ég svo svakalega vel til að þessi fínu jólakort týndust en fundust svo tveimur árum seinna í bréfpoka í geymslunni,“ segir hún hlær. Sem barn segist Kristín Eva ekki hafa þolað nein frávik frá jólahefðum. „Perutertan hennar mömmu var til dæmis órjúfanlegur hluti af aðfangadagskvöldi. Á hverjum einasta jóladagsmorgni vaknaði ég fyrst af öllum til að njóta þessa eina dags ársins sem ég gat borðað perutertu í morgunmat. Svo fór ég upp í rúm og las teiknimyndasögur,“ segir Kristín Eva, sem þó hefur ekki tekið upp perutertuhefðina eftir mömmu sinni. „Hún rammar inn minningu mína um hin fullkomnu jól sem ég átti þegar ég var barn og ég vil ekki hrófla við henni.“ Þess í stað býr Kristín Eva til jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. „Ísinn smakkaði ég fyrst hjá tengdamömmu minni og hann varð samstundis uppáhaldsísinn minn. Það er ekkert mál að búa hann til og hann slær alltaf í gegn. Nú er hann í uppáhaldi hjá dóttur minni sem getur ekki hugsað sér jólin án hans.“Vanillurjómaísinn er ómissandi á heimili Kristínar Evu.Mynd/ArnþórVanillurjómaís 5 egg ½ lítri rjómi 70-125 g flórsykur 2 vanillustangirÞeytið eggjarauður og sykur saman uns þykk og þétt froða myndast. Þá eru vanillustangirnar klofnar og vanillan skafin úr lengjunum og blandað saman við. Þeytið eggjahvítur. Þeytið rjómann (ekki ofþeyta því ísinn verður smjörkenndur ef rjóminn er stífþeyttur). Blandið rjóma og eggjahræru varlega saman með því að nota sleikjuna. Að lokum er eggjahvítum blandað varlega saman við og hellt í form.Hægt er að blanda súkkulaði eða berjum saman við eða hverju sem er. Kristínu Evu finnst gott að setja litla bita af dökku súkkulaði og jarðarberjum.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Jóla-aspassúpa Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Niður með jólaljósin Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Rokkurinn suðar Jól Frá ljósanna hásal Jól