Ætlum að koma fólki í hátíðaskap og ekki vera alltof skrítin 30. nóvember 2013 09:00 "Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson. „Við ætlum að flytja nokkurn veginn þá efnisskrá sem er á nýju plötunni okkar. Það eru glæný aðventu- og jólalög sem lítið eða ekkert hafa heyrst, í bland við vel þekkt lög sem eru kannski í öðru vísi útsetningum og með öðru vísi undirspili en venjulega,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um jólatónleika kórsins í Háteigskirkju í dag. Hann segir kórinn og hljóðfæraleikarana spinna milli atriða, því verði aldrei þögn heldur sé flutningurinn ein heild. Auk þess sé lýsingu haldið í lágmarki. „Við ætlum að koma tónleikagestum í hátíðarskap og ekki vera alltof skrítin,“ lofar hann. Hymnodia hefur verið að syngja með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands dag eftir dag á risatónleikum í Hörpu síðustu daga. „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir Eyþór Ingi. „Við gerum mikið að því að flytja nýja músík og spinna, tökum að okkur nýstárleg hlutverk eins og nú með Skálmöld og sinfóníunni en hápunktur á ferlinum var að flytja stjórnarskrána á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.“ Jólatónleikar í Akureyrarkirkju rétt fyrir jólin, ásamt völdum hljóðfæraleikurum, hafa verið fastur punktur í starfsemi kórsins síðustu ár. Sú hefð verður ekki rofin á þessari aðventu heldur bresta þeir á 21. desember, að sögn Eyþórs Inga sem auk þess að vera kórstjóri er organisti Akureyrarkirkju. Tíu ár eru liðin frá því Hymnodia var stofnuð og hélt hún upp á tímamótin með því að halda tíu hálftíma tónleika á tíu tímum í tíu kirkjum í Eyjafirði. Segja má að hinn nýútkomni diskur, Það ljós inn skein, tengist tugarafmælinu líka og tónleikarnir í framhaldi af honum. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við ætlum að flytja nokkurn veginn þá efnisskrá sem er á nýju plötunni okkar. Það eru glæný aðventu- og jólalög sem lítið eða ekkert hafa heyrst, í bland við vel þekkt lög sem eru kannski í öðru vísi útsetningum og með öðru vísi undirspili en venjulega,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um jólatónleika kórsins í Háteigskirkju í dag. Hann segir kórinn og hljóðfæraleikarana spinna milli atriða, því verði aldrei þögn heldur sé flutningurinn ein heild. Auk þess sé lýsingu haldið í lágmarki. „Við ætlum að koma tónleikagestum í hátíðarskap og ekki vera alltof skrítin,“ lofar hann. Hymnodia hefur verið að syngja með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands dag eftir dag á risatónleikum í Hörpu síðustu daga. „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir Eyþór Ingi. „Við gerum mikið að því að flytja nýja músík og spinna, tökum að okkur nýstárleg hlutverk eins og nú með Skálmöld og sinfóníunni en hápunktur á ferlinum var að flytja stjórnarskrána á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.“ Jólatónleikar í Akureyrarkirkju rétt fyrir jólin, ásamt völdum hljóðfæraleikurum, hafa verið fastur punktur í starfsemi kórsins síðustu ár. Sú hefð verður ekki rofin á þessari aðventu heldur bresta þeir á 21. desember, að sögn Eyþórs Inga sem auk þess að vera kórstjóri er organisti Akureyrarkirkju. Tíu ár eru liðin frá því Hymnodia var stofnuð og hélt hún upp á tímamótin með því að halda tíu hálftíma tónleika á tíu tímum í tíu kirkjum í Eyjafirði. Segja má að hinn nýútkomni diskur, Það ljós inn skein, tengist tugarafmælinu líka og tónleikarnir í framhaldi af honum.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira