Lá andvaka yfir hreinskilnum textum Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Ljóðin í bókinni eru bæði persónuleg og grafísk en þau eru lýsing á því daglega ástandi að vera maður. Fréttablaðið/Anton Ljóðabókin Hold eftir Braga Pál Sigurðarson er önnur bók höfundar. Bókin skiptist í nokkur textabrot sem öll lýsa sama ástandi en eiga einnig í innbyrðis samræðum. „Textarnir eiga í rifrildi og þeir gera grín hver að öðrum, í rauninni eins og maður er sjálfur. Mig langaði líka til að koma til skila því hreinskilna ástandi að oft stemma ekki skoðanir manns og maður er stundum í mótsögn við sjálfan sig.“ Aðspurður segist Bragi Páll sjálfur vera ljóðmælandi í bókinni en textarnir eru á köflum gífurlega hreinskilnir og grafískir. Ástandið sem textarnir lýsa segir Bragi vera ástandið að vera manneskja. „Ég var sjálfur í mikilli sjálfsvinnu á sama tíma og ég var að skrifa bókina og hún verður á köflum alveg óbærilega heiðarleg. Ég hef alveg legið andvaka yfir sumum textunum í þessari bók, hvort ég ætti yfirhöfuð að þora að gefa þetta út og setja nafnið mitt við.“ Kápa bókarinnar er hönnuð af Braga sjálfum og ljósmyndaranum Hallgerði Hallgrímsdóttur. Hún sýnir ljóðmælanda sjálfan, nakinn á miðri götu með svínshöfuð. „Það er mjög algengt að tónlistarmenn setji sjálfa sig framan á plötuna sína og ég hef velt því fyrir mér af hverju skáld gera ekki meira af því. Listir verða oft svo formfastar í sínum venjum. Hallgerður kom fyrst með þá hugmynd að taka þetta úti á miðri götu sem ég var fyrst ekkert sérstaklega spenntur fyrir en svo ákvað ég að slá til. Útkoman er svo nokkurs konar martraðarkennd Abbey Road-útgáfa.“ Þegar Bragi Páll birti kápumyndina á Facebook-síðunni sinni til að benda vinum og vandamönnum á nýútkomið verkið var hann settur í bann á samfélagsmiðlinum. „Kápan er svo grafísk að ég var settur í þriggja daga Facebook-bann sem er alveg „Hildar Lilliendahl-lengd“ á banni.“ Bragi er sjálfur ljóðanörd og reynir að höfða til annarra ljóðanörda en skrifa jafnframt aðgengileg ljóð sem vekja tilfinningar hjá óvönum ljóðalesendum. „Margir upplifa ljóðið mjög ógnvekjandi og treysta sér ekki í ljóðalestur. Grunnskólar hafa skemmt ljóðin fyrir þjóðinni með því að gera þau of hátíðleg. Mig langar að sýna fram á að ljóð geta skapað með manni öfgafullar tilfinningar rétt eins og önnur listform, bæði meðal ljóðanörda og leikmanna.“ Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ljóðabókin Hold eftir Braga Pál Sigurðarson er önnur bók höfundar. Bókin skiptist í nokkur textabrot sem öll lýsa sama ástandi en eiga einnig í innbyrðis samræðum. „Textarnir eiga í rifrildi og þeir gera grín hver að öðrum, í rauninni eins og maður er sjálfur. Mig langaði líka til að koma til skila því hreinskilna ástandi að oft stemma ekki skoðanir manns og maður er stundum í mótsögn við sjálfan sig.“ Aðspurður segist Bragi Páll sjálfur vera ljóðmælandi í bókinni en textarnir eru á köflum gífurlega hreinskilnir og grafískir. Ástandið sem textarnir lýsa segir Bragi vera ástandið að vera manneskja. „Ég var sjálfur í mikilli sjálfsvinnu á sama tíma og ég var að skrifa bókina og hún verður á köflum alveg óbærilega heiðarleg. Ég hef alveg legið andvaka yfir sumum textunum í þessari bók, hvort ég ætti yfirhöfuð að þora að gefa þetta út og setja nafnið mitt við.“ Kápa bókarinnar er hönnuð af Braga sjálfum og ljósmyndaranum Hallgerði Hallgrímsdóttur. Hún sýnir ljóðmælanda sjálfan, nakinn á miðri götu með svínshöfuð. „Það er mjög algengt að tónlistarmenn setji sjálfa sig framan á plötuna sína og ég hef velt því fyrir mér af hverju skáld gera ekki meira af því. Listir verða oft svo formfastar í sínum venjum. Hallgerður kom fyrst með þá hugmynd að taka þetta úti á miðri götu sem ég var fyrst ekkert sérstaklega spenntur fyrir en svo ákvað ég að slá til. Útkoman er svo nokkurs konar martraðarkennd Abbey Road-útgáfa.“ Þegar Bragi Páll birti kápumyndina á Facebook-síðunni sinni til að benda vinum og vandamönnum á nýútkomið verkið var hann settur í bann á samfélagsmiðlinum. „Kápan er svo grafísk að ég var settur í þriggja daga Facebook-bann sem er alveg „Hildar Lilliendahl-lengd“ á banni.“ Bragi er sjálfur ljóðanörd og reynir að höfða til annarra ljóðanörda en skrifa jafnframt aðgengileg ljóð sem vekja tilfinningar hjá óvönum ljóðalesendum. „Margir upplifa ljóðið mjög ógnvekjandi og treysta sér ekki í ljóðalestur. Grunnskólar hafa skemmt ljóðin fyrir þjóðinni með því að gera þau of hátíðleg. Mig langar að sýna fram á að ljóð geta skapað með manni öfgafullar tilfinningar rétt eins og önnur listform, bæði meðal ljóðanörda og leikmanna.“
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira