Æðsta dyggðin var að þræla sér út Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Börkur er blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður en segir það ekki teljast til vinnu í augum karlmannanna sem hann ólst upp með. Fréttablaðið/GVA Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp