Engin jól án Mahaliu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 11:00 Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlistar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. „Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
„Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira