Þverpólitísk ekkiævisaga Símon Birgisson skrifar 14. desember 2013 17:00 Guðni - Léttur í lund eftir Guðna Ágústsson Guðni – Léttur í lund Guðni Ágústsson Veröld Guðni Ágústsson gaf út ævisögu sína, Guðni af lífi og sál, árið 2007. Í einni af sögunum í nýjustu bók Guðna – léttur í lund, segir hann frá því þegar Árni Sigurðsson, bóndi í Skagafirði, fékk þrjú eintök af ævisögunni í jólagjöf. Þegar Árni var spurður hvort hann hafi skilað bókunum í Kaupfélagið svarar hann: „Nei, nei. Ég las þær allar og sú síðasta var best.“ Þessi nýja bók Guðna er ekki ævisaga heldur samansafn af skemmtisögum þar sem sögumaðurinn Guðni Ágústsson er í aðalhlutverki. Í síðasta hluta bókarinnar stíga reyndar aðrir sögumenn fram og lýsa kynnum sínum af Guðna. Þar er einna mestur fengur að frásögn Hrafns Jökulssonar sem móðgaði Guðna illilega þegar hann var ritstjóri Alþýðublaðsins. Guðni kærði Hrafn til Blaðamannafélagsins, Hrafn var ávíttur og töluðust hann og Guðni ekki við í langan tíma. Þegar Hrafn leitaði loks sátta var Guðni tilbúinn að taka við útréttri sáttarhönd með þeim orðum að: „Engin vinátta er traustari en sú sem hefur hlotið eldskírn óvináttunnar.“ Það eru sögur á borð við þessar sem gera bók Guðna að afar ánægjulegri lesningu. Bókin lýsir tíma þar sem virðing fyrir Alþingi var meiri í samfélaginu og alþingismenn báru kannski meiri virðingu fyrir sér sjálfum. Eftir að tekist er á í pontu fljúga vísurnar milli manna, oft dýrt kveðið og skotið fyrir neðan beltisstað. Af sögum Guðna að dæma ríkti ekki jafn mikil reiði og hatur á Alþingi eins og almenningur og þingmenn sjálfir upplifa í dag. Sjálfur vitnar Guðni jafnt í Einar Ben og Stein Steinarr og ræða hans á Njáluslóðum þar sem hann leitast við að finna samsvörun með þingmönnum og persónum í Njálu er óborganleg. Össur Skarphéðinsson er Mörður Valgarðsson endurfæddur: „Enginn frýr honum vits, en meir er hann grunaður um græsku…“ Jóhanna er Bergþóra Skarphéðinsdóttir endurfædd og Bjarni Ben Höskuldur Hvítanesgoði sem kann að sigra „ef hann viðrar lökin og skítugar sængurnar í Valhöll“. Þær eru oft kostulegar sögurnar sem Guðni segir af ferðalögum alþingismanna um landið; þjóðlegur fróðleikur og ást Guðna á kynlegum kvistum, bændum og búandmönnum dýpkar frásagnirnar og gerir þær að áhugaverðum heimildum. Þetta er ekki stór pólitísk ævisaga, eins og bók Steingríms, eða ítarlegar lýsingar á umbrotatíma í sögu þjóðarinnar eins og í bók Össurar. En þetta er bók sem leiftrar af húmor og frásagnargleði. Það er kostulegt að lesa um samskipti Guðna við Jóhannes eftirhermu sem oft „náði“ Guðna betur en hann sjálfur, eða um símtöl Guðna við nafna sinn í símaskránni sem tók við hótunarsímtölum um miðjar nætur af jafnaðargeði og gaf ráðherranum dýrmætan svefnfrið. Og eflaust eiga þeir bændur sem fá fleiri en eitt eintak af bókinni um jólin í ár eftir að una glaðir við sitt.Niðurstaða: Guðni – Léttur í lund er bráðfyndin, einlæg og oft kostuleg lýsing á Guðna sjálfum, samferðamönnum hans og horfnum tímum í íslenskri pólitík. Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Guðni – Léttur í lund Guðni Ágústsson Veröld Guðni Ágústsson gaf út ævisögu sína, Guðni af lífi og sál, árið 2007. Í einni af sögunum í nýjustu bók Guðna – léttur í lund, segir hann frá því þegar Árni Sigurðsson, bóndi í Skagafirði, fékk þrjú eintök af ævisögunni í jólagjöf. Þegar Árni var spurður hvort hann hafi skilað bókunum í Kaupfélagið svarar hann: „Nei, nei. Ég las þær allar og sú síðasta var best.“ Þessi nýja bók Guðna er ekki ævisaga heldur samansafn af skemmtisögum þar sem sögumaðurinn Guðni Ágústsson er í aðalhlutverki. Í síðasta hluta bókarinnar stíga reyndar aðrir sögumenn fram og lýsa kynnum sínum af Guðna. Þar er einna mestur fengur að frásögn Hrafns Jökulssonar sem móðgaði Guðna illilega þegar hann var ritstjóri Alþýðublaðsins. Guðni kærði Hrafn til Blaðamannafélagsins, Hrafn var ávíttur og töluðust hann og Guðni ekki við í langan tíma. Þegar Hrafn leitaði loks sátta var Guðni tilbúinn að taka við útréttri sáttarhönd með þeim orðum að: „Engin vinátta er traustari en sú sem hefur hlotið eldskírn óvináttunnar.“ Það eru sögur á borð við þessar sem gera bók Guðna að afar ánægjulegri lesningu. Bókin lýsir tíma þar sem virðing fyrir Alþingi var meiri í samfélaginu og alþingismenn báru kannski meiri virðingu fyrir sér sjálfum. Eftir að tekist er á í pontu fljúga vísurnar milli manna, oft dýrt kveðið og skotið fyrir neðan beltisstað. Af sögum Guðna að dæma ríkti ekki jafn mikil reiði og hatur á Alþingi eins og almenningur og þingmenn sjálfir upplifa í dag. Sjálfur vitnar Guðni jafnt í Einar Ben og Stein Steinarr og ræða hans á Njáluslóðum þar sem hann leitast við að finna samsvörun með þingmönnum og persónum í Njálu er óborganleg. Össur Skarphéðinsson er Mörður Valgarðsson endurfæddur: „Enginn frýr honum vits, en meir er hann grunaður um græsku…“ Jóhanna er Bergþóra Skarphéðinsdóttir endurfædd og Bjarni Ben Höskuldur Hvítanesgoði sem kann að sigra „ef hann viðrar lökin og skítugar sængurnar í Valhöll“. Þær eru oft kostulegar sögurnar sem Guðni segir af ferðalögum alþingismanna um landið; þjóðlegur fróðleikur og ást Guðna á kynlegum kvistum, bændum og búandmönnum dýpkar frásagnirnar og gerir þær að áhugaverðum heimildum. Þetta er ekki stór pólitísk ævisaga, eins og bók Steingríms, eða ítarlegar lýsingar á umbrotatíma í sögu þjóðarinnar eins og í bók Össurar. En þetta er bók sem leiftrar af húmor og frásagnargleði. Það er kostulegt að lesa um samskipti Guðna við Jóhannes eftirhermu sem oft „náði“ Guðna betur en hann sjálfur, eða um símtöl Guðna við nafna sinn í símaskránni sem tók við hótunarsímtölum um miðjar nætur af jafnaðargeði og gaf ráðherranum dýrmætan svefnfrið. Og eflaust eiga þeir bændur sem fá fleiri en eitt eintak af bókinni um jólin í ár eftir að una glaðir við sitt.Niðurstaða: Guðni – Léttur í lund er bráðfyndin, einlæg og oft kostuleg lýsing á Guðna sjálfum, samferðamönnum hans og horfnum tímum í íslenskri pólitík.
Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira