Gleymt tónskáld grafið upp Jónas Sen skrifar 16. desember 2013 14:00 Rumon Gamba. Tónlist: Vincent d‘Indy: Hljómsveitarverk Geisladiskur Útg. Chandos Schola cantorum er ekki bara nafnið á íslenskum kór, heldur líka tónlistarskóla í París. Hann var stofnaður í lok 19. aldarinnar og þangað sótti margt merkisfólk menntun, eins og Erik Satie. Vincent nokkur d‘Indy var einn af stofnendum skólans. Skólinn lifir góðu lífi í dag, en sömu sögu er ekki að segja um tónsmíðar d‘Indys. Stjórnandinn Rumon Gamba ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar sér greinilega að breyta því. Nýlega kom út fimmti geisladiskurinn í heildarútgáfu hljómsveitarverka d‘Indys með Sinfóníunni. Þetta framtak hefur vakið nokkra athygli í tónlistarheiminum. D‘Indy var ekki endilega frumlegasta tónskáld síns tíma. En tónlist hans er engu að síður falleg, fíngerð eins og svo margt franskt. Hún er líka glæsileg, oft undir áhrifum Wagners og jafnvel Liszts. Hún á ekki skilið að gleymast. Á fimmta geisladiskinum leikur kanadíski píanóleikarinn Louis Lortie einleik í sinfóníu op. 25 sem er eins konar píanókonsert. Það þýðir að hlutverk píanóleikarans er mikilvægt, en þó ekki eins sjálfstætt og venjulega. Í píanókonsert er einleikshljóðfærið og hljómsveitin oft eins og andstæðingar sem takast á með tilheyrandi spennu. Í þessu verki er píanóið hins vegar hluti af heildinni og Lortie spilar fallega, án þess að trana sér of mikið fram. Túlkunin er lifandi en fáguð, kraftmikil en öguð. Hún er alveg eins og hún á að vera. Í það heila er geisladiskurinn hrífandi, tónlistin er full af töfrum, og hljómsveitin spilar af aðdáunarverðri fagmennsku og öryggi undir innblásinni stjórn Rumons Gamba.Niðurstaða: Fallegur flutningur á verkum eftir tónskáld sem aldrei hefði átt að gleymast. Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Vincent d‘Indy: Hljómsveitarverk Geisladiskur Útg. Chandos Schola cantorum er ekki bara nafnið á íslenskum kór, heldur líka tónlistarskóla í París. Hann var stofnaður í lok 19. aldarinnar og þangað sótti margt merkisfólk menntun, eins og Erik Satie. Vincent nokkur d‘Indy var einn af stofnendum skólans. Skólinn lifir góðu lífi í dag, en sömu sögu er ekki að segja um tónsmíðar d‘Indys. Stjórnandinn Rumon Gamba ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar sér greinilega að breyta því. Nýlega kom út fimmti geisladiskurinn í heildarútgáfu hljómsveitarverka d‘Indys með Sinfóníunni. Þetta framtak hefur vakið nokkra athygli í tónlistarheiminum. D‘Indy var ekki endilega frumlegasta tónskáld síns tíma. En tónlist hans er engu að síður falleg, fíngerð eins og svo margt franskt. Hún er líka glæsileg, oft undir áhrifum Wagners og jafnvel Liszts. Hún á ekki skilið að gleymast. Á fimmta geisladiskinum leikur kanadíski píanóleikarinn Louis Lortie einleik í sinfóníu op. 25 sem er eins konar píanókonsert. Það þýðir að hlutverk píanóleikarans er mikilvægt, en þó ekki eins sjálfstætt og venjulega. Í píanókonsert er einleikshljóðfærið og hljómsveitin oft eins og andstæðingar sem takast á með tilheyrandi spennu. Í þessu verki er píanóið hins vegar hluti af heildinni og Lortie spilar fallega, án þess að trana sér of mikið fram. Túlkunin er lifandi en fáguð, kraftmikil en öguð. Hún er alveg eins og hún á að vera. Í það heila er geisladiskurinn hrífandi, tónlistin er full af töfrum, og hljómsveitin spilar af aðdáunarverðri fagmennsku og öryggi undir innblásinni stjórn Rumons Gamba.Niðurstaða: Fallegur flutningur á verkum eftir tónskáld sem aldrei hefði átt að gleymast.
Gagnrýni Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira