Skúrinn breytist í útvarp og grammófón Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2013 11:00 Finnur Arnar smíðar sjálfur lúðurinn sem festur verður á Skúrinn til að varpa söngnum til áheyrenda. „Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20. Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20.
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira