Ágætis uppskera þessa dagana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 11:00 Gunnar Andreas er einn þeirra sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins, fyrir diskinn Patterns sem inniheldur úrval verka hans á einum áratug. Frétablaðið/Vilhelm Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“ Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira