Ágætis uppskera þessa dagana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 11:00 Gunnar Andreas er einn þeirra sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins, fyrir diskinn Patterns sem inniheldur úrval verka hans á einum áratug. Frétablaðið/Vilhelm Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“ Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira