Ákveðnir höfundar hvattir til að taka þátt Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 09:30 Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, segir keppnina sérstaklega fjölbreytta í ár. fréttablaðið/stefán „Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira