Fjölskyldan með 70 manna gospelkór bak við sig Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 10:45 Regína Ósk Óskarsdóttir kemur fram ásamt fjölskyldu sinni í kvöld. fréttablaðið/vilhelm „Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning