Að vanda valið 9. janúar 2014 13:02 Til allrar hamingju eru lög Sálarinnar hundrað sinnum betri en nafnið. mynd/daníel Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira