Allar hljómsveitirnar spila nýtt efni Ugla Egilsdóttir skrifar 7. janúar 2014 17:00 Úlfur Alexander Einarsson er í hljómsveitinni Oyama. Magnus Andersen tók myndina. Hljómsveitirnar Halleluwah, Hljómsveitt og Oyama efna til tónleika á miðvikudagskvöld á skemmtistaðnum Paloma. „Tilefni tónleikanna er að Rakel Mjöll Leifsdóttir í dúettinum Halleluwah er á Íslandi,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Oyama. „Rakel býr úti í Brighton og þau í hljómsveitinni reyna að nýta allan þann tíma sem Rakel eyðir á Íslandi sem best, þannig að við ákváðum að skella í þessa tónleika saman á meðan hún er hér,“ segir Úlfur. „Við í Oyama erum að fara til Hollands á tónlistarhátíðina Eurosonic og við ætlum að prófa nýtt efni á þessum tónleikum. Við spilum einungis nýtt efni af plötu sem við erum að semja núna sem er okkar fyrsta breiðskífa. Halleluwah eru að vinna að sinni fyrstu plötu líka. Ég held að allar hljómsveitirnar komi til með að spila nýtt frumsamið efni. Þetta er síðan haldið á nýjasta skemmtistað bæjarins, Paloma. Hann opnaði rétt fyrir jól, og hentar vel til tónleikahalds en hefur lítið verið auglýstur.“ Tónleikarnir verða á Paloma miðvikudaginn 8. janúar klukkan 21:00. Paloma er við Naustina 1-3, fyrir ofan skemmtistaðinn The Dubliners. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitirnar Halleluwah, Hljómsveitt og Oyama efna til tónleika á miðvikudagskvöld á skemmtistaðnum Paloma. „Tilefni tónleikanna er að Rakel Mjöll Leifsdóttir í dúettinum Halleluwah er á Íslandi,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Oyama. „Rakel býr úti í Brighton og þau í hljómsveitinni reyna að nýta allan þann tíma sem Rakel eyðir á Íslandi sem best, þannig að við ákváðum að skella í þessa tónleika saman á meðan hún er hér,“ segir Úlfur. „Við í Oyama erum að fara til Hollands á tónlistarhátíðina Eurosonic og við ætlum að prófa nýtt efni á þessum tónleikum. Við spilum einungis nýtt efni af plötu sem við erum að semja núna sem er okkar fyrsta breiðskífa. Halleluwah eru að vinna að sinni fyrstu plötu líka. Ég held að allar hljómsveitirnar komi til með að spila nýtt frumsamið efni. Þetta er síðan haldið á nýjasta skemmtistað bæjarins, Paloma. Hann opnaði rétt fyrir jól, og hentar vel til tónleikahalds en hefur lítið verið auglýstur.“ Tónleikarnir verða á Paloma miðvikudaginn 8. janúar klukkan 21:00. Paloma er við Naustina 1-3, fyrir ofan skemmtistaðinn The Dubliners.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning