Eusébio hefur ekki verið heilsuhraustur síðustu árin og var lagður inn á sjúkrahús í Póllandi á meðan Evrópumótinu 2012 stóð.
Eusébio var fæddur í Mósambík þegar landið var portúgölsk nýlenda. Hann spilaði fyrir portúgalska landsliðið og varð markakóngur á HM 1966 þegar Portúgalar komust alla leið í undanúrslitin.
Eusébio skoraði 727 mörk í 715 leikjum fyrir Benfica og varð Evrópumeistari með félaginu árið 1962. Hann var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 1965. Hann skoraði 41 mark í 64 landsleikjum fyrir Portúgal.
Eusébio spilaði á Laugardalsvellinum með Benfica árið 1968 í markalausu jafntefli í Evrópuleik á móti Val en yfir 18 þúsund manns mættu á leikinn og settu áhorfendamet sem stóð í marga áratugi.
Þekktustu menn fótboltaheimsins, bæði leikmenn og aðrir, hafa minnst Eusébio í morgun en þegar hann var upp á sitt besta þá var hann kallaður svarti hlébarðinn (pardusinn). Hér fyrir neðan má sjá þekkta fótboltamenn minnast Eusebio á twitter í morgun.

Always eternal #Eusebio, rest in peace pic.twitter.com/n25X0q9rfF
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) January 5, 2014
RIP Eusebio . One of the all time greatest. #legend #eusebio #respect
— Fernando Torres (@Torres) January 5, 2014
Africa, Portugal, the WORLD just experienced a great lost. Eusebio was not only a tremendous player..but also a exceptional man. RIP big bro
— Samuel Eto'o (@setoo9) January 5, 2014
A great footballer left us and I want to say thanks to Eusébio for all his greatness and beautiful foot ... https://t.co/wYPdOpDRMW
— Ruud Gullit (@GullitR) January 5, 2014
RIP Eusebio, one of the true greats http://t.co/CgyqHHBf9v
— Gareth Bale (@GarethBale22) January 5, 2014
Eusebio was a football & FIFA ambassador. He'll be sorely missed. Rest in peace Black Panther. http://t.co/NBaldFohkv pic.twitter.com/ejC1W0QgLB
— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) January 5, 2014
Sad news that Eusebio has died. One of the greats of his generation. Could play and strike a ball like very few others. #RIP
— Gary Lineker (@GaryLineker) January 5, 2014
Sad to hear that Eusébio has passed away. 733 goals in 745 appearances will always mark him down as a true legend of the game. R.I.P.
— michael owen (@themichaelowen) January 5, 2014
RIP Eusebio, footballing legend http://t.co/fVqhpJVIqW via @youtube
— Henry Winter (@henrywinter) January 5, 2014
We're saddened to hear Benfica legend Eusebio has passed away. He was a fantastic player and a friend of the club. pic.twitter.com/RjLc8Rj7OD
— Manchester United (@ManUtd) January 5, 2014