Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Andri Þór Sturluson skrifar 19. janúar 2014 12:54 Tekjutap lögreglunnar í Colorado á lögleiðingu gæti orðið umtalsvert. Colorado leyfði sölu á marijúana til 21 árs og eldri í byrjun janúar. Það er því hægt að kaupa það eins og áfengi í fríhöfninni okkar. Að hámarki rúmlega 28 grömm í einu eða únsu eins og kaninn myndi segja ef hann talaði íslensku. Lögleiðing marijúana gæti orðið til þess að lögreglan þar hafi úr mun minni fjármunum að spila ef marka má grein Wall Street Journalfrá 9. janúar og þessa grein hér. Þegar það var bannað átti lögreglan með svokallaðri civil asset forfeiture heimild greiðari leið til að ná sér í auka pening.Civil asset forfeiture er heimild lögreglu og yfirvalda til að gera upptæka fjármuni og eignir fólks sem grunað er um ólöglegt athæfi og talið er að hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Það þarf bara grun, yfirvöld þurfa ekki að sanna neitt. Lögregla gat gert upptæka fjármuni og eignir þeirra sem teknir voru fyrir ræktun. Sú upptaka gerði það fjárhagslega skynsamlegt fyrir lögregluna að taka á málum af hörku enda húsnæði, bílar, tæki og reiðufé í boði. Hlutirnir eru seldir og gróðanum er síðan skipt milli stofnanna yfirvalda. Nú er búið að taka marijúna út úr menginu og því má áætla umtalsvert tekjutap lögreglunnar í Colorado nema hún verði þeim mun frumlegri í grun sínum og handtökum. Ekki er vitað hvort brugðist verði við með því að auka fjármagn til löggæslu og því gæti farið svo að yfirvöld þar þurfi að skera niður. Við látum fylgja með stutta heimildarmynd um hvernig lögreglan í Tennessee notar þessar civil asset forfeiture heimildir til að gera upptækt fé af ökumönnum sem þó eru ekki ákærðir fyrir glæp. Færa má rök fyrir því að lögreglan þarna sé að ræna fólk. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Sannleikurinn: Sölvi með næstum fimmtíu ketti heima hjá sér Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Rappkvennakvöld á Harlem Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon
Colorado leyfði sölu á marijúana til 21 árs og eldri í byrjun janúar. Það er því hægt að kaupa það eins og áfengi í fríhöfninni okkar. Að hámarki rúmlega 28 grömm í einu eða únsu eins og kaninn myndi segja ef hann talaði íslensku. Lögleiðing marijúana gæti orðið til þess að lögreglan þar hafi úr mun minni fjármunum að spila ef marka má grein Wall Street Journalfrá 9. janúar og þessa grein hér. Þegar það var bannað átti lögreglan með svokallaðri civil asset forfeiture heimild greiðari leið til að ná sér í auka pening.Civil asset forfeiture er heimild lögreglu og yfirvalda til að gera upptæka fjármuni og eignir fólks sem grunað er um ólöglegt athæfi og talið er að hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Það þarf bara grun, yfirvöld þurfa ekki að sanna neitt. Lögregla gat gert upptæka fjármuni og eignir þeirra sem teknir voru fyrir ræktun. Sú upptaka gerði það fjárhagslega skynsamlegt fyrir lögregluna að taka á málum af hörku enda húsnæði, bílar, tæki og reiðufé í boði. Hlutirnir eru seldir og gróðanum er síðan skipt milli stofnanna yfirvalda. Nú er búið að taka marijúna út úr menginu og því má áætla umtalsvert tekjutap lögreglunnar í Colorado nema hún verði þeim mun frumlegri í grun sínum og handtökum. Ekki er vitað hvort brugðist verði við með því að auka fjármagn til löggæslu og því gæti farið svo að yfirvöld þar þurfi að skera niður. Við látum fylgja með stutta heimildarmynd um hvernig lögreglan í Tennessee notar þessar civil asset forfeiture heimildir til að gera upptækt fé af ökumönnum sem þó eru ekki ákærðir fyrir glæp. Færa má rök fyrir því að lögreglan þarna sé að ræna fólk.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Sannleikurinn: Sölvi með næstum fimmtíu ketti heima hjá sér Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Rappkvennakvöld á Harlem Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon