Guðrún Brá gengur til liðs við Fresno State Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 08:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf nýverið nám við Fresno State háskólann. GSÍ/Jón Júlíus Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi. Guðrún Brá, sem er 19 ára gömul, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn besti kvenkylfingur landsins undanfarin ár og varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sumar eftir umspil og bráðabana. „Guðrún er gríðarlega hæfileikarík, metnaðargjörn og með mikla landsliðsreynslu. Koma hennar mun hafa jákvæð áhrif á liðið,“ segir Emily Milberger, þjálfari Fresno State á heimasíðu skólans. „Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ná árangri og verður frábær viðbót fyrir okkar lið og fyrir mótin sem framundan eru í vor.“ Guðrún Brá er margfaldur Íslandsmeistari á unglingamótaröð GSÍ og hefur einnig tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Eimskipsmótaröðinni. Fresno State háskólinn er í 109. sæti á styrkleikalista yfir háskóla í Bandaríkjunum samkvæmt lista Golfweek. Fjöldi íslenskra kylfinga sem leika í háskólagolfinu Bandaríkjunum er vel á annan tug. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi. Guðrún Brá, sem er 19 ára gömul, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn besti kvenkylfingur landsins undanfarin ár og varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sumar eftir umspil og bráðabana. „Guðrún er gríðarlega hæfileikarík, metnaðargjörn og með mikla landsliðsreynslu. Koma hennar mun hafa jákvæð áhrif á liðið,“ segir Emily Milberger, þjálfari Fresno State á heimasíðu skólans. „Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ná árangri og verður frábær viðbót fyrir okkar lið og fyrir mótin sem framundan eru í vor.“ Guðrún Brá er margfaldur Íslandsmeistari á unglingamótaröð GSÍ og hefur einnig tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Eimskipsmótaröðinni. Fresno State háskólinn er í 109. sæti á styrkleikalista yfir háskóla í Bandaríkjunum samkvæmt lista Golfweek. Fjöldi íslenskra kylfinga sem leika í háskólagolfinu Bandaríkjunum er vel á annan tug.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira