„Pöpullinn hafði það ekki jafn gott og við“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 18:57 AmabAdamA Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira