Justin Bieber hræðist að lögreglan muni finna nektarmyndir á símanum sínum. Þetta kemur fram á vefsíðunni TMZ.
Lögreglan fékk heimild frá dómara til þess að leita af sönnunargögnum í eggkasts-málinu á heimili Bieber. Lögreglumenn hafa einnig gert síma söngvarans upptækan og vonast til þess að finna sönnun fyrir því að Bieber hafi í raun kastað eggjum í hús nágranna síns.
Bieber óttast að lögreglumenn finni sitthvað grunsamlegt í símanum. Helst nektarmyndir og samtöl um eiturlyf.
Bieber óttast að lögreglan finni nektarmyndir af sér
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
