Ísland í röngu tímabelti Heimir Hannesson skrifar 15. janúar 2014 09:03 Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga Bjartrar framtíðar. Þar eru settar á blað hugmyndir BF um breytingar á klukkunni. Loksins. Harmageddon hefur heyrt vitlausari hluti. Það er morgunljóst að Ísland er ekki á réttu tímabelti. Sést það t.a.m. bersýnilega á meðfylgjandi kortum. Ísland staðsetur sig nú á GMT tímabeltinu svokallaða, Greenwich Mean Time, eftir Greenwich borgarhluta Lundúnarborgar.Ef kortið er skoðað, sést hinsvegar að Ísland er alls ekki á sama lengdarbaug og Greenwich (0°). Reykjavík er staðsett á 22°, sem er 22° vestar en Greenwich og 14.5° vestar en vestustu mörk GMT tímabeltisins. Raunar er Reykjavík svo langt vestan við miðlínu tímabeltis síns að ekki munar nema örfáum kílometrum að borgin sé skökk um tvö tímabelti. Ef tímabeltislínum jarðar væri fylgt til hins ítrasta, væri meira að segja klukkustundarmunur á Keflavíkurflugvelli og Reykjavík. Það væri nú eitthvað. Þar sem jörðin er 360 gráður og tímabeltin 24 er hvert tímabelti 15° og einn klukkutími. Það þýðir að ein gráða jafngildir 4 mínútum. Þannig er hægt að reikna út hve langur tími líður á milli sólarupprása tveggja staða. T.d. er Reykjavík 7.5° vestar en Egilsstaðir og munar því 30 mínútum á sólarupprás staðanna (7.5°x4mín). Í stuttu máli þýðir því 22° fjarlægð Íslands frá GMT línunni að sólarupprás á Íslandi er 88 mínútum seinna en í löndum sem staðsett eru á GMT línunni, og fylgja því tímabelti. S.s. löndum á réttum tímabeltum, (og eru á sömu norðlægum slóðum og Ísland að sjálfsögðu). Ísland er nefnilega á vitlausum stað. Tilfærsla Íslands á tímabeltiskortinu, eða eins og talað er um “að breyta klukkunni”, myndi því færa Ísland nær Bandaríkjunum í tíma og fjær Evrópu. Pólitískt kann sumum að þykja það ófýsilegt, en landafræðin lýgur ekki. Það er hið eina rétta í stöðunni. Ísland yrði þar með á réttu tímabelti, þó að leggja þyrfti örlitla lykkju á hana til að sækja Keflavík. Keflvíkingar yrðu því enn á vitlausu tímabelti, en Óli Geir getur samt huggað sig við að komast í sólbað klukkutíma fyrr. Með því að sækja sólina fyrr á morgnanna væru líkamsklukkur landsmanna betur í takt við sólargang jarðar. Skólakrakkar vakna hressari á morgnanna, morgnarnir verða bjartari og framtíðin, bókstaflega, bjartari. Björt framtíð að standa undir nafni. Svo má auðvitað gera ráð fyrir því að það hlýni fyrr á morgnanna. Ekki svo slæm tilhugsun á dimmum vetrarmorgni. Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga Bjartrar framtíðar. Þar eru settar á blað hugmyndir BF um breytingar á klukkunni. Loksins. Harmageddon hefur heyrt vitlausari hluti. Það er morgunljóst að Ísland er ekki á réttu tímabelti. Sést það t.a.m. bersýnilega á meðfylgjandi kortum. Ísland staðsetur sig nú á GMT tímabeltinu svokallaða, Greenwich Mean Time, eftir Greenwich borgarhluta Lundúnarborgar.Ef kortið er skoðað, sést hinsvegar að Ísland er alls ekki á sama lengdarbaug og Greenwich (0°). Reykjavík er staðsett á 22°, sem er 22° vestar en Greenwich og 14.5° vestar en vestustu mörk GMT tímabeltisins. Raunar er Reykjavík svo langt vestan við miðlínu tímabeltis síns að ekki munar nema örfáum kílometrum að borgin sé skökk um tvö tímabelti. Ef tímabeltislínum jarðar væri fylgt til hins ítrasta, væri meira að segja klukkustundarmunur á Keflavíkurflugvelli og Reykjavík. Það væri nú eitthvað. Þar sem jörðin er 360 gráður og tímabeltin 24 er hvert tímabelti 15° og einn klukkutími. Það þýðir að ein gráða jafngildir 4 mínútum. Þannig er hægt að reikna út hve langur tími líður á milli sólarupprása tveggja staða. T.d. er Reykjavík 7.5° vestar en Egilsstaðir og munar því 30 mínútum á sólarupprás staðanna (7.5°x4mín). Í stuttu máli þýðir því 22° fjarlægð Íslands frá GMT línunni að sólarupprás á Íslandi er 88 mínútum seinna en í löndum sem staðsett eru á GMT línunni, og fylgja því tímabelti. S.s. löndum á réttum tímabeltum, (og eru á sömu norðlægum slóðum og Ísland að sjálfsögðu). Ísland er nefnilega á vitlausum stað. Tilfærsla Íslands á tímabeltiskortinu, eða eins og talað er um “að breyta klukkunni”, myndi því færa Ísland nær Bandaríkjunum í tíma og fjær Evrópu. Pólitískt kann sumum að þykja það ófýsilegt, en landafræðin lýgur ekki. Það er hið eina rétta í stöðunni. Ísland yrði þar með á réttu tímabelti, þó að leggja þyrfti örlitla lykkju á hana til að sækja Keflavík. Keflvíkingar yrðu því enn á vitlausu tímabelti, en Óli Geir getur samt huggað sig við að komast í sólbað klukkutíma fyrr. Með því að sækja sólina fyrr á morgnanna væru líkamsklukkur landsmanna betur í takt við sólargang jarðar. Skólakrakkar vakna hressari á morgnanna, morgnarnir verða bjartari og framtíðin, bókstaflega, bjartari. Björt framtíð að standa undir nafni. Svo má auðvitað gera ráð fyrir því að það hlýni fyrr á morgnanna. Ekki svo slæm tilhugsun á dimmum vetrarmorgni.
Harmageddon Mest lesið Konungur undirganganna Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Harmageddon og Sannleikurinn.com sameinast Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon