Lögin Cannonball og Battlefield hefur hún þegar gefið út, en þau verður bæði að finna á plötunni.
Michele er 27 ára gömul og platan er sú fyrsta frá henni komin.
Á plötunni verður einnig að finna lag sem hún samdi um Cory Monteith, kærasta sinn, en hann lést úr of stórum skammti eiturlyfja á hótelherbergi í Kanada fyrr á árinu. Lagið heitir You're Mine.
Nýjasta lagið ber sama heiti og platan sjálf, Louder. Meðhöfundur er Colin Munroe, sem hefur áður unnið með tónlistarmönnum á borð við Drake og Kendrick Lamar, Jaden Michaels og Anne Preven.