Verðlaunahátíðin Golden Globe fer nú fram i Los Angeles og er bein útsending þaðan á Stöð 3.
Stjörnuhjónin Judd Apatow og Leslie Mann ákváðu að slá á létta strengi á rauða dreglinum nú fyrir stundu. Leslie stillti sér upp fyrir ljósmyndara og Judd vippaði upp myndavél og byrjaði að papparassa eiginkonu sína. Vakti þetta mikla kátínu viðstaddra enda hjónin annálaðir grínarar.
Papparassar eiginkonuna
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Fleiri fréttir
