Nýtt barnaleikrit með tónlist Bob Marley verður sett á svið New Victory-leikhúsinu í New York í febrúar.
Leikritið er byggt á barnabók sem dóttir Bob, Cedella Marley, tók þátt í að skrifa og fjallar um lítið barn frá Jamaíka sem heitir Ziggy.
Mörg af frægustu lögum goðsagnarinnar munu heyrast í sýningunni, þar á meðal Three Little Birds, Is This Love og I Shot the Sheriff.
Stefnt er að því að frumsýninga sýninguna 7. febrúar en Bob hefði orðið 69 ára þann 8. febrúar næstkomandi.
