Atriðið var afar metnaðarfullt og klæddi Katy sig upp sem dularfull norn.
Reykvélarnar fengu að vinna fyrir kaupinu sínu í atriðinu og minnti sviðið á ógnvænlegan skóg. Þá endaði Katy atriðið í eldhring á sviðinu.
Dark Horse er af fjórðu stúdíóplötu Katy, Prism. Söngkonan var tilnefnd til tveggja Grammy-verðlauna í ár en hlaut enga styttu.