Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2014 16:39 Hanna Birna og Valgerður tókust á í þinginu nú fyrir stundu, um hið svokallaða lekamál. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því. Lekamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því.
Lekamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira