Læknar óttast heiladauða Schumacher Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 15:36 Michael Schumacher. Autoblog Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent
Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent