Búið er að afhjúpa plakatið fyrir kvikmyndina Fifty Shades of Grey sem frumsýnd verður á Valentínusardaginn á næsta ári.
Á plakatinu sést leikarinn Jamie Dornan, sem fer með hlutverk Christian Grey, horfa út um glugga í háhýsi.
Leikkonan Dakota Johnson leikur Anastasiu Steele á móti Jamie í myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir E.L. James.
Myndin er tekin upp í Vancouver í Kanada en samkvæmt framleiðanda hennar, Michael De Luca, verða kynlífsatriðin í myndinni ekki eins grafísk og þau eru í bókinni.
Plakatið afhjúpað
