Mansalsfórnarlömb dæmd Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2014 12:32 Aðalheiður Ámundadóttir. Blind refsistefna í fíkniefnamálum hefur meðal annars það í för með sér að mansalsfórnarlömb eru dæmd í fangelsi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“ Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira