Volvo snéri tapi í hagnað Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 13:30 Volvo Concept Coupe. Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent
Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagnað. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins í fyrra var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þenna viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90 jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefja framleiðslu sumra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fluttir til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verða seldir í Kína.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent