Edda og Sverrir í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Monica Z.
Sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason hreppti í kvöld sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt sem Monica Zetterlund í kvikmyndinni Monica Z. Íslendingurinn Sverrir Guðnason leikur á móti Eddu í myndinni og hlaut verðlaun fyrir leik í aukahlutverki.
Gullbjallan er heitið á verðlaunum sænsku kvikmyndaakademíunnar og svipar þeim til íslensku Eddunnar. Myndin er í leikstjórn Pers Fly og segir frá tónlistarferli og ástum Monicu Zetterlund á dramatískan hátt.