Michelle Obama elskar þáttaröðina Scandal.
„Ég horfði á allar seríurnar í einu,“ sagði forsetafrúin í viðtali við Ryan Seacrest. „Ég elska Kerry Washington. Hún er dásamleg.“
Kerry Washington leikur reddarann Oliviu Pope sem aðstoðar við að hylma yfir með æðstu ráðamönnum í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.
Það er ljóst að forsetahjónunum leiðist ekki að horfa á sjónvarp en eiginmaður Michelle, Barack Obama, ræddi við New York Times seint á síðasta ári um hvaða sjónvarpsþætti hann horfir á til þess að slaka á eftir erfiðan dag, en meðal uppáhalds þátta forseta Bandaríkjanna eru Breaking Bad, House of Cards, Homeland og Game of Thrones.
