Öllu er lokið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 10:36 Meðlimir Rush eru svo sannarlega ekki fæddir í gær. vísir/getty Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira