Honda flytur meira út en inn til BNA Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 10:30 Framleiðsla Honda Accord í Marysville í Bandaríkjunum. Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent