„Þetta mun gerast bráðlega,“ segir heimildarmaður tímaritsins og bætir við að þær hafi talað um samstarfið baksviðs á tónleikum Britney í Las Vegas í byrjun mánaðarins.
Lafðin skemmti sér konunglega á tónleikunum og birti mynd af sér með Britney á Twitter-síðu sinni nokkrum klukkustundum eftir herlegheitin.
Britney talaði fyrst um áhuga sinn um að vinna með Lady Gaga í desember í fyrra þegar hún spjallaði við aðdáendur sína á netinu.
„Ég væri til í að syngja dúet með Lady Gaga. Ég held að það gæti orðið gaman. Ég fíla hana sem listamann,“ sagði Britney.