Hálfleikssýning Super Bowl: „Okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 15:06 Red Hot Chili Peppers dilluðu sér við lagið Give It Away við mikinn fögnuð gesta. vísir/getty Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“ Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira