Mótmæli upp á líf og dauða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 13:14 Gústaf var í Kænugarði dagana 22. til 24. janúar. mynd/samherji Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“ Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, var staddur í Kænugarði á dögunum þar sem nú fara fram kröftug mótmæli gegn Viktori Janúkóvitsj, forseta Úkraínu. Sölumenn Ice Fresh Seafood skrifa vanalega skýrslur um utanferðir sínar en skýrsla Gústafs eftir Úkraínuferðina átti meira skylt við ferðasögu, enda upplifði hann og sá ýmislegt sem við hin höfum aðeins lesið um í fréttum. „Af öryggisástæðum ákváðu viðskiptavinir okkar að ég gisti fyrir utan borgina,“ skrifar Gústaf í skýrsluna, en hann fór utan til að funda með helstu kaupendum loðnuafurða frá Ice Fresh Seafood. „Strax á fyrsta fundi mínum sagði ég viðskiptavinum okkar helstu fréttir frá Íslandi, sem ekki væru því miður nægjanlega góðar. Í fyrsta lagi væri loðnan mun smærri en í fyrra og í öðru lagi hefði engin loðna fundist í rúma viku og allur loðnuflotinn bundinn við bryggju. Mér til mikils léttis tók helsti kaupandi okkar þessum „slæmu“ fréttum með miklu jafnaðargeði, en virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins að mér fannst. Hann var annars hugar og var stöðugt í símanum. Umræðuefnið þar reyndist ekki vera verð á fiskafurðum heldur nýjustu fréttir frá torgi miðborgarinnar.“Mótmælin í Kænugarði hafa staðið yfir síðan í desember.vísir/afpTvö kvöld á torginuÞegar kvöldaði í Kænugarði stakk viðskiptavinurinn upp á því við Gústaf að þeir færu saman á torgið og var vel tekið í þá hugmynd. „Þarna var gífurlegur mannfjöldi kominn saman í 15 stiga frosti, heilu tjaldbúðirnar höfðu verið reistar þar sem mótmælendur höfðu dvalið daga og nætur allt frá því í nóvember. Ég fór tvö kvöld í röð á torgið og það er alveg óhætt að segja að það var mikil upplifun að sjá allt þetta fólk bæði karla og konur svo einhuga. Þarna fara fram mótmæli upp á líf eða dauða, og enginn sér fyrir, hvernig þeim muni lykta,“ skrifar Gústaf, en í samtali við Vísi segist hann hafa margoft heimsótt Úkraínu vegna vinnu sinnar. „Við förum þarna mjög reglulega. Ég var til dæmis þarna þegar Evrópukeppnin í fótbolta var [2012] og þá sat maður þarna með bjór og horfði á leiki. Þá var svokallað „fan zone“ þarna á torginu og við fórum á leiki og horfðum á aðra leiki á risaskjá. Allir glaðir og kátir í góðu veðri.“Mótmælendur krefjast þess að Janúkóvitsj forseti segi af sér.vísir/afpMikill samhugur hjá fólki Gústaf segist hafa fengið ógrynni tölvupósta frá Úkraínu, bæði frá viðskiptavinum sínum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við Ice Fresh Seafood. Þar sé þess óskað að Íslendingar styðji við úkraínsku þjóðina. „Það er mikill samhugur hjá þessu fólki. Þetta fólk er ekkert að fara að snúa við. Og ég hef ekki trú á því að Janúkóvitsj nái að setja herinn inn. Eftir því sem aðrir sögðu mér þá myndi herinn ekki einu sinni hlýða ef hann ætti að fara að ganga á sitt eigið fólk,“ segir Gústaf við Vísi. Í lok skýrslunnar lýsir hann því hversu smá hann upplifði vandamál sín í samanburði við ástandið á torginu. „Þegar ég kvaddi Úkraínu og sá landið fjarlægjast út um glugga flugvélarinnar kom erindi mitt til landsins upp í hugann. Ég hafði auðvitað fylgst með fréttum í fjölmiðlum og varð að fresta minni för vegna óstöðugs ástands í landinu. Mig hafði ekki grunað, að ég ætti eftir að standa á meðal mótmælenda og upplifa andrúmsloft, sem ómögulegt er að lýsa. Íslenska loðnan, sem hafði í mínum huga verið svo smá, þegar ég hélt af stað, var nú orðin agnarsmá í þessu landi, þar sem nú takast á líf eða dauði.“
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira