Mögulegt Íslandsmet Hafdísar ekki tímamælt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 14:15 Hafdís Sigurðardóttir kom fyrst í mark en tímatakan klúðraðist. Vísir/Vilhelm Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var mjög ánægð með frammistöðu sína í 60m hlaupi kvenna á bikarmóti FRÍ um helgina en enginn veit nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. Akureyringurinn keppti fyrir bikarlið Norðurlands á mótinu. Hún heldur áfram að fara á kostum á innanhússtímabilinu en Hafdís vann 60 metra hlaupið, langstökkið og var í sigursveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Í 60 metra hlaupinu kom hún á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR í mark eins og á stórmóti ÍR á dögunum en þegar litið er á tímaseðil mótsins á heimasíðu FRÍ kemur ekki fram hversu hratt hún hljóp.Hafdís er súr með að vita ekki nákvæman tíma á hlaupinu,.Vísir/DaníelAlveg ótrúlega sárt Eina sem stendur er: „enginn tími.“ „Ég hef ekki fengið neinar skýringar á þessu. Tímatakan fór bara ekki í gang. Við hlupum bara okkar hlaup og svo var kíkt á markmyndina til að fá það á hreint hver lenti í hvaða sæti,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. Tíminn skipti ekki öllu máli fyrir mótið sjálft því aðeins sæti í hverri grein telja til heildarárangurs hvers lið. En Hafdís var þó svekkt með að vita ekki nákvæmlega hversu hratt hún hljóp. „Þetta var góður tími,“ segir hún en þjálfari hennar er búinn að skoða myndbandið og taka tímann eftir því. Svo gæti verið að um Íslandsmet hafi verið að ræða. „Við vitum ekki hver tíminn var nákvæmlega. Þetta hefði getað verið met. Þjálfarinn minn kann að reikna þetta út og hvernig maður plúsar viðbragðið við og svona. Ég vil ekkert gefa út um að þetta sé met en svo gæti hafa verið.“ „Þetta var allavega alveg ótrúlega sárt og ég veit bara ekki hvort ég jafni mig á þessu,“ segir Hafdís en svona mistök í tímatöku hafa komið fyrir áður. Oftast þegar tíminn fer ekki í gang eru hlauparar stöðvaðir og hlaupið ræst aftur.Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki á dögunum.Vísir/DaníelStefnir á frábært sumar „Þetta gerist stundum. Ég hef lent í þessu áður. En þetta er rosalega slæmt í 60 metra hlaupi. Ef þetta gerist í lengri hlaupum er hægt að stöðva keppendur en ekki í 60 metrum því hlaupið er svo stutt. Svo er svo stuttur tími á milli greina á mótinu líka þannig við þurftum að halda áfram,“ segir Hafdís. Þessi flotta frjálsíþróttakona sem nýverið bætti Íslandsmetið í langstökki er samt sem áður ánægð með árangurinn um helgina og stefnir á sitt besta sumar á ferlinum. „Ég er rosalega ánægð með gengið um helgina. Ég átti fína seríu í langstökkinu. Þar stökk ég nokkrum sinnum yfir sex og tuttugu og var mjög stöðug. Ég er ekki orðin södd ennþá. Brátt fer ég æfa fyrir sumarið og ég stefni á að toppa síðasta sumar sem var alveg frábært,“ segir Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39 ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49 Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00 Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag. 1. febrúar 2014 18:39
ÍR vann bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum. 16. febrúar 2014 11:49
Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu. 2. febrúar 2014 19:00
Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 1. febrúar 2014 20:30