Ofurhljómsveit með tónleika til heiðurs Metallica Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 19:00 Hljómsveitin Melrakkar heldur tónleika til heiðurs Metallica. mynd/íris dögg einarsdóttir Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning." Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning."
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira