„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 20:00 Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira