Gull og brons til Frakka en Björndalen komst ekki á pall | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 16:02 Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Martin Fourcade en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum. Fourcade endaði í 34. sæti í eltigöngunni í Vancouver Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen rétt missti af því að verða fyrstur til að vinna þrettán verðlaun á Vetrarólympíuleikunum en hann endaði í fjórða sætinu í dag. Björndalen fær þó fleiri tækifæri til að endurskrifa Ólympíusöguna. Martin Fourcade varð fjórtán sekúndum á undan Tékkanum Ondrej Moravec og fagnaði með því að rífa af sér skíðin nánast strax eftir að hann rendi sér yfir marklínuna. Jean-Guillaume Béatrix varð síðan rétt á undan Björndalen 24,2 sekúndum á eftir landa sínum. Martin Fourcade var ekki ánægður með að enda í sjötta sæti í 10 km göngunni og svaraði því með frábærri frammistöðu í eltigöngunni. Hann byrjaði tólf sekúndum á eftir Björndalen og var næstum því farinn að fagna sigri eftir að hann nýtti öll skotin sína á síðasta skotstaðnum. Björndalen klikkaði á þremur skotum sem reyndist honum dýrkeypt. Tékkinn nýtti öll skotin sín og Frakkarnir klikkuðu aðeins á einu skoti hvor.Vísir/GettyÞeir þrír efstu í keppninni.Vísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00 Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59 Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30 Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sjá meira
Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Martin Fourcade en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum. Fourcade endaði í 34. sæti í eltigöngunni í Vancouver Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen rétt missti af því að verða fyrstur til að vinna þrettán verðlaun á Vetrarólympíuleikunum en hann endaði í fjórða sætinu í dag. Björndalen fær þó fleiri tækifæri til að endurskrifa Ólympíusöguna. Martin Fourcade varð fjórtán sekúndum á undan Tékkanum Ondrej Moravec og fagnaði með því að rífa af sér skíðin nánast strax eftir að hann rendi sér yfir marklínuna. Jean-Guillaume Béatrix varð síðan rétt á undan Björndalen 24,2 sekúndum á eftir landa sínum. Martin Fourcade var ekki ánægður með að enda í sjötta sæti í 10 km göngunni og svaraði því með frábærri frammistöðu í eltigöngunni. Hann byrjaði tólf sekúndum á eftir Björndalen og var næstum því farinn að fagna sigri eftir að hann nýtti öll skotin sína á síðasta skotstaðnum. Björndalen klikkaði á þremur skotum sem reyndist honum dýrkeypt. Tékkinn nýtti öll skotin sín og Frakkarnir klikkuðu aðeins á einu skoti hvor.Vísir/GettyÞeir þrír efstu í keppninni.Vísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00 Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59 Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30 Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sjá meira
Björndalen getur bætt met Dæhli Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi. 10. febrúar 2014 06:00
Höfl-Riesch varði titilinn í alpatvíkeppni | Myndband Maria Höfl-Riesch, 29 ára Þjóðverji, varði Ólympíumeistaratitil sinn í alpatvíkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 10. febrúar 2014 11:59
Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi. 10. febrúar 2014 15:30
Níu marka veisla hjá bandarísku stelpunum | Myndband Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí sýndi styrk sinn gegn Sviss í dag. Sviss sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 9-0 í afar ójöfnum leik. 10. febrúar 2014 14:15