Jason Day: "Maður uppsker eins og maður sáir" 24. febrúar 2014 21:46 Day fagnar titlinum í gær með fjölskyldu sinni. Vísir/AP Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira