
Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi

Fréttastöðin eNCA hefur gögn undir höndum frá saksóknurunum þar sem fram kemur að öryggisverðir hafi hringt í Pistorius og spurt hann hvort allt væri í lagi. Hann hafi staðfest það og ekki óskað eftir aðstoð þeirra.
Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að myrða Steenkamp og hefjast réttarhöld yfir honum í næsta mánuði. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur, en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi. Hann segist hafa skotið Steenkamp þar sem hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur.
Saksóknarar hafa þó fallist á þá skýringu Pistoriusar að hann hafi ekki verið búinn að setja undir sig gervifæturna þegar hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimi hlauparans. Þá er því haldið fram að Pistorius hafi verið einum og hálfum metra nær hurðinni en rannsókn lögreglu leiddi í ljós.
Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Neitar að hafa myrt kærustuna
Oscar Pistorius neitar því að hafa myrt Steenkamp kærustu sína af yfirlögðu ráði og mótmælir ákæru þess efnis harðlega í yfirlýsingu sem fjölskylda hans sendi frá sér eftir hádegi í dag.

Hver er Oscar Pistorius?
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp
Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt.

Pistorius hágrét í réttarsal
Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð.

Pistorius formlega ákærður
Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana
Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.