Nissan ætlar framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 08:45 Nýr Nissan Qashqai er sá heitasti nú um stundir. Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent