Næsti Mazda2? Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 09:33 Mazda fyrirtækinu hefur gengið afar vel með Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 bílana með sínum skilvirku Skyactive vélum og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim og eru hlaðnir viðurkenningum. Mazda er að vonum með bás í bílasýningunni í Genf og þar sýna þeir nú þennan litla bíl sem ber nafnið Hazumi og er í B-stærðarflokki. Hann ber sannarlega svip af öðrum nýhönnuðum bílum Mazda með sína „Kodo“-línur og framendinn er nauðalíkur Mazda3. Flestir vilja meina að þessi bíll sé í raun næsti Mazda2 bíll, þó hann beri allt annað nafn núna sem tilraunabíll. Hazumi er með 1,5 lítra Skyactive dísilvél sem á að vera einstaklega nýtin á eldsneytið, eins og aðra Skyactive vélar frá Mazda og menga minna en 90 g/km af koltvísýringi. Hið nýja Mazda Connect upplýsingakerfi verður í bílnum og eins og hann stendur í básnum í Genf er hann með mjög fallega og nýtískulega innréttingu og þunn framsæti með Alcantara áklæði. Ekki er nú alveg víst að endanlegur bíll verði nákvæmlega þannig í útliti.Einföld og stílhrein innrétting. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent
Mazda fyrirtækinu hefur gengið afar vel með Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 bílana með sínum skilvirku Skyactive vélum og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim og eru hlaðnir viðurkenningum. Mazda er að vonum með bás í bílasýningunni í Genf og þar sýna þeir nú þennan litla bíl sem ber nafnið Hazumi og er í B-stærðarflokki. Hann ber sannarlega svip af öðrum nýhönnuðum bílum Mazda með sína „Kodo“-línur og framendinn er nauðalíkur Mazda3. Flestir vilja meina að þessi bíll sé í raun næsti Mazda2 bíll, þó hann beri allt annað nafn núna sem tilraunabíll. Hazumi er með 1,5 lítra Skyactive dísilvél sem á að vera einstaklega nýtin á eldsneytið, eins og aðra Skyactive vélar frá Mazda og menga minna en 90 g/km af koltvísýringi. Hið nýja Mazda Connect upplýsingakerfi verður í bílnum og eins og hann stendur í básnum í Genf er hann með mjög fallega og nýtískulega innréttingu og þunn framsæti með Alcantara áklæði. Ekki er nú alveg víst að endanlegur bíll verði nákvæmlega þannig í útliti.Einföld og stílhrein innrétting.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent